architecture & design

architecture & design

Mjög gott plagg að mörgu leyti. Umsögn um stefnuna út frá sjónarhóli arkitektúrs og hönnunar. Fram kemur í drögum að hönnun og arkitektúr falli undir hugtakið menning og listir eins og það er skilgreint í drögum. Sjónarhornið sem dregið er fram varpar hins vegar ljósi á arkitektúr sem eitthvað annað en listgreinar og að rými borgarinnar sé umgjörð sem menning og listir eru settar inn í, sbr. 9.1. „Við uppbyggingu grænna svæða, almenningsgarða ... verður ávallt gert ráð fyrir rými fyrir menningu og listir“. Borgarrými og byggingar eru listræn og menningarleg fyrirbæri. Ekki einatt umgjarðir til að setja listaverk í. Arkitektúr er að hluta til listgrein og felur í sér listræna sköpun og listræna upplifun. Upp á vantar í drögum að varpa betur ljósi á þetta. Fyrirmyndir: - Hefð er fyrir borgar og bæjararkitektum í Danmörku, sem hafa ekki það hlutverk að skipuleggja eða teikna hús í borginni, heldur að efla arkitektúr sem listgrein sem þjónar og er aðgengileg öllum. - Í höfuðborgum nágrannalanda eru söfn og stofnanir er hafa það hlutverk að vinna að arkitektúr frá listrænu sjónarhorni, upplifana borgara og rannsaka og miðla arkitektúr, sem hluta af sjónlistaarfi. Dæmi um markmið til að efla arkitektúr sem listgrein og hönnun og eiga erindi í stefnuna - Koma á fót byggingarlistasafni / deild í núv. söfnum borgarinnar með áherslu á arkitektúr - Skilgreina stöðu borgararkitekts í skipuriti borgarinnar – sem hefur ekki það hlutverk að skipuleggja borgina eða teikna húsin í borginni heldur að vinna að arkitektúr sem þjónar öllum, og býður upp á listræna upplifun fyrir alla. - Koma á laggirnar verkefninu arkitektúrborgin reykjavík, og sækja í reynslubrunn verkefna bókmenntaborgin og tónlistarborgin í því samhengi. - Koma á laggirnar verkefninu hönnunarborgin reykjavík, og sækja í reynslubrunn verkefna bókmenntaborgin og tónlistarborgin í því samhengi.

Points

architecture

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information